Grunnnám
Námsflokkarnir bjóða fólki eldra en 16 ára upp á nám í námsefni efstu bekkja grunnskóla í ensku, íslensku og stærðfræði. Áhersla er lögð á að sníða námið að þörfum hvers og eins. Þeir sem vilja geta fengið aðstoð við skipulagningu náms og kennslu í námstækni og prófundirbúningi hjá náms- og starfsráðgjafa. Próf eru í boði, en eru valfrjáls.
Fyrir hverja er grunnnámið?
• Þau sem eru 16 - 18 ára og hafa ekki lokið grunnskólaprófi (þessi hópur verður að taka próf).
• Þau sem eru eldri en 18 ára og ekki hafa lokið grunnskólaprófi.
• Þau sem vilja rifja upp grunnskólanámið.
• Þau sem vilja geta aðstoðað börnin sín betur við heimanámið.
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Nánari upplýsingar veita Iðunn Antonsdóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur gegnum netfangið idunn.antonsdottir@rvkskolar.is og Ingveldur Halla Kristjánsdóttir, náms- og starfsráðgjafi gegnum netfangið ingveldur.halla.kristjansdottir@rvkskolar.is