Grunnskólar í Reykjavík
Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri og hafa forgang að sínum hverfisskóla. Foreldrar geta einnig sótt um skólavist í öðrum hverfisskóla eða í sjálfstætt starfandi skóla fyrir barn sitt. Innritun fer fram rafrænt á mínum síðum.
Reykjavíkurborg rekur 36 almenna grunnskóla, og tvo sérskóla. Sex sjálfstætt starfandi grunnskólar eru í borginni. Alls stunda um 15.500 börn og unglingar nám í þessum skólum.
Í skólastarfi er haft að leiðarljósi að börnum líði vel, að þeim fari stöðugt fram og að þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.
Í hvaða grunnskóla á barnið mitt að fara?
Lögheimili nemenda ræður því í hvaða hverfisskóla þau eiga námsvist. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni.
Með því að smella á borgarhverfin hér fyrir neðan er hægt að finna lista yfir skólana þar. Undir hverjum skóla er listi yfir götur sem tilheyra skólahverfinu.
Grunnskólar í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Grunnskólar í Háaleiti og Bústaðahverfi.
Hvernig er sótt um þjónustuna?
Sótt er um innritun í grunnskóla á Rafrænni Reykjavik. Nemandi þarf að vera á grunnskólaaldri 6 - 15 ára. Engum gögnum þarf að skila en fylla þarf nákvæmlega út umsókn með helstu upplýsingum um nemandann.
Þegar sótt hefur verið um á Rafrænni Reykjavík fer umsóknin rafrænt til viðkomandi skóla og forráðamenn fá staðfestingu um móttöku umsóknar í „Síðan mín“. Þegar skóli hefur samþykkt skólavist kemur einnig staðfesting um þa
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Hægt er að koma fyrirspurnum, ábendingum og kvörtunum á framfæri við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Sími: 4 11 11 11. Netfang: sfs@reykjavik.is.