Með umsókn skal fylgja skriflegt samþykki nágranna sem eiga aðliggjandi lóðir. Ef um fjöleignarhús er að ræða skal að auki liggja fyrir samþykki sameigenda, sbr. lög nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Sé umsækjandi leigjandi skal fylgja samþykki leigusala.

Með umsókn skal fylgja aðstöðumynd sem sýnir staðsetningu hænsnakofa og gerðis á lóð.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur útbúið leiðbeiningar um förgun úrgangs og annað sem tengist hænsnahaldi í Reykjavík.

Leyfi eru gefin út til 4 ára í senn.

 

 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Vinsamlega hafðu samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hafirðu ábendingu eða fyrirspurn eða hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar síma 411 1111.

Viðtalstímar kl 8:30-9:00 og 13:00-14:00