Heimahjúkrun
Símanúmer á dagvinnutíma er 411 9600
Símanúmer kvöld- og helgarþjónustu;
- Íbúar Hlíða, Miðborgar, Vesturbæjar og Seltjarnarness hringja í síma 821 2367
- Íbúar Laugardals og Háaleitis hringja í 821 2375
- Íbúar Breiðholts, Árbæjar, Grafarholts og Grafarvogs hringja í 821 2270
Markmið heimahjúkrunar er að gera þeim sem hennar njóta kleift að búa heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Þjónustan er veitt í náinni samvinnu við íbúa og aðstandendur.
Fyrir hverja er heimahjúkrun?
Heimahjúkrun er fyrir alla aldurshópa. Þjónustan er veitt í heimahúsum, að undangengnu mati, og er fyrir fólk sem búsett er í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Auk þess sér Reykjavíkurborg um heimahjúkrun um kvöld og helgar í Mosfellsbæ og næturþjónustu fyrir allt höfuðborgarsvæðið.
Umsókn
- Umsókn berst skriflega frá heilbrigðisstarfsmönnum (heilbrigðisstofnunum og starfsfólki í heilbrigðis- eða félagsþjónustu).
- Umsókn er fyllt út og send í pósti eða rafrænt.
- Heilsugæslan og Landspítali senda beiðni rafrænt.
- Mikilvægt er að tilgreina tilefni umsóknarinnar, sjúkdómsgreiningar og hjúkrunarvandamál.
- Óskað er eftir að hjúkrunar- og/eða læknabréf fylgi umsókn.
- Sótt er um heimahjúkrun utan Reykjavíkur á hverri heilsugæslustöð fyrir sig, nema fyrir Seltjarnarnes sem er hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur.
Kostnaður
Heimahjúkrun er veitt án endurgjalds. Skjólstæðingi ber þó að útvega og greiða fyrir ýmis hjálpartæki og áhöld sem hann þarf á að halda samkvæmt reglum Sjúkratrygginga Íslands. Einstaklingshæfð og markviss heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins.
Hlutverk heimahjúkrunarHeimahjúkrun felur í sér skipulagðar heimsóknir frá hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Áhersla er lögð á að meta hvort og hvernig heimahjúkrun mun bæta eða styðja við heilbrigði einstaklingsins og fjölskyldu hans.
Heimahjúkrun sinnir:
- Einstaklingum sem þurfa skilgreindan stuðning.
- Einstaklingum sem þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar.
- Einstaklingum sem þarfnast víðtækrar hjúkrunar daglega eða oft á dag.
Framkvæmd þjónustu
Vinnuumhverfi heimahjúkrunar
Starfsemi heimahjúkrunar sem fram fer á einkaheimilum fellur undir lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (2. gr. laga nr. 46/1980). Starfsmenn hafa undirritað þagnareið og helst þagnarskyldan þótt starfsmaður láti af störfum.
Samskiptabók skal vera hjá hverjum þeim sem þiggur heimahjúkrun. Henni er ætlað að hafa upplýsingalegt gildi fyrir skjólstæðinginn, aðstandendur, heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn félagsþjónustu. Þar skal skrá helstu upplýsingar um meðferð og niðurstöður mælinga.
SELMA
SELMA er ný þjónusta innan heimahjúkrunar í Reykjavík sem veitt er í samvinnu við Læknavaktina. Þjónusta SELMU hefur það markmið að efla heilbrigðisþjónustu við skjólstæðinga heimahjúkrunar við skyndileg veikindi eða versnun á heilsufari. Vitjanir eru á dagvinnutíma og nýtast þegar einstaklingur af einhverjum ástæðum kemst ekki til mats og meðferðar á heilsugæslu eða göngudeild
Kynntu þér málið nánar með því að smella hér.
Hafðu samband
Senda má fyrirspurnir um heimahjúkrun á heima@reykjavik.is
Íbúum í miðbyggð eða hverfum Laugardals og Háaleitis er veitt þjónusta frá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.
Deildarstjóri er Ragna Lilja Garðarsdóttir, sími 411 1500 / 411 1590 virka daga frá kl 08-16. Vaktsími hjúkrunar um kvöld og helgar er 821 2375.
Íbúum Breiðholts, Árbæjar, Grafarholts og Grafarvogs er veitt þjónusta frá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts.
Deildarstjóri er O. Ragnheiður Þórisdóttir, sími 411 9600 virka daga frá kl 8-16. Vaktsími hjúkrunar um kvöld og helgar er 821 2270.
Íbúum í Hlíðum, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnesi er veitt þjónusta frá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða.
Deildarstjóri er Kristín Blöndal, sími 411 9650 virka daga frá kl 8-16. Vaktsími hjúkrunar um kvöld og helgar er 8212367.