Heimili fyrir konur í vímuefnavanda
Velferðarsvið rekur búsetukjarna fyrir heimilislausar konur. Um er að ræða búsetuúrræði með einstaklingsíbúðum en með stuðningi. Markmið með úrræðinu er að útvega þeim hópi heimilislausra kvenna húsnæði, sem hefur gengið erfiðlega að veita búsetu annars staðar.
Algengt er að þessar konur séu tvígreindar, það er að segja með vímuefnafíkn og geðræna erfiðleika.
Í kjarnanum er veittur stuðningur og er starfsmaður á vakt allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar um úrræðið er hægt að fá hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, sími 411 1600.