Hjólaborgin Reykjavík
Í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um að efla vistvæna ferðamáta er það meginmarkmið Hjólreiðaáætlunar 2015–2020 að auka hlutdeild hjólreiða í öllum ferðum í borginni. Aukin hlutdeild hjólreiða er hagkvæm, hefur góð áhrif á umhverfi, lýðheilsu og lífsgæði og skapar betri borg.
Samgönguvenjur hafa breyst hratt undanfarin ár í Reykjavík. Árið 2002 notuðu fáir hjól til samgangna en núna eru um 7% ferða í borginni farnar á hjóli. Hlutdeild strætó eykst um helming milli kannana eða úr 4% í 6%. Þá fara Reykjavíkingar 16% ferða sinna gangandi. Notkun einkabíls minnkar niður í 70% allra ferða. Þetta kemur fram í nýrri könnun um ferðavenjur Íslendinga.