Samkvæmt íslenskum lögum ber almenningi skylda til þess að tilkynna ofbeldi gegn börnum eða grun á því til yfirvalda.

Ef þú hefur verið eða ert nú, fórnarlamb ofbeldis eða ef þú þekkir einhver börn sem hafa verið eða eru nú, fórnarlömb ofbeldis þá skaltu ekki hika við að láta vita.

Hvar get ég leitað hjálpar?

Neyðarlínan - 112
Allir geta hringt í 112, úr farsímum og úr símtækjum í almenna símkerfinu.
Samband næst við 112 óháð því hvort síminn er lokaður t.d. vegna vanskila.
Úr GSM símum næst samband þar sem skilyrði eru vegna staðsetningar senda.
Samband næst óháð því hvort símakort er í símanum eða ekki.

Barnavernd Reykjavíkur
Ábendingum er hægt að koma á framfæri símleiðis til Barnaverndar Reykjavíkur þar sem þeim er komið til viðkomandi yfirmanna.
Opið er frá kl. 8.20 - 16.15.
Barnavernd Reykjavíkur,
Borgartúni 12 - 14
Sími: 4 11 11 11
fax 535 2699
Einnig er hægt að senda rafræna tilkynninu, sjá tilkynningareyðublað og berst tilkynningin beint til Barnaverndar Reykjavíkur.

Barnaverndarstofa – www.bvs.is
Höfðatorg
Borgartúni 21
105 Reykjavík
Sími: 530 2600
Heimasíða Barnaverndarstofu hefur einnig að geyma allar upplýsingar um barnaverndarnefndir um land allt, netföng og símanúmer.

Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar - http://reykjavik.is/thjonustumidstodvar
Sími: 411 1111
Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar eru staðsettar í 6 hverfum og sinna þjónustu ýmiss konar við einstaklinga og fjölskyldur. Þar er hægt að leita sér stuðnings ef um ofbeldistengd málefni er að ræða, hvort sem það er á heimili eða utan þess. Stuðningurinn er í formi ráðgjafar ýmiss konar þar sem að þjónustumiðstöðvarnar veita meðal annars félags- og fjölskylduráðgjöf.

Hjálparsími Rauða krossins - sími: 1717
Hjálparsími Rauða krossins er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þú getur hringt í síma 1717, ef þig vantar upplýsingar, góð ráð, hvatningu eða stuðning. Heitið er fullum trúnaði og þjónustan er þeim sem hringir að kostnaðarlausu.

Umboðsmaður barna - http://www.barn.is
Vinnur að hagsmunamálum barna almennt séð en ekki að málum einstakra barna.
Leiðbeinir og gefur ráð hvert börn geta leitað til að ná fram rétti sínum.
Kemur með ábendingar og tillögur til úrbóta sem snerta hag barna á öllum sviðum samfélagsins.
Vill fá að vita hvað börn eru að hugsa og hvað þeim finnst um ýmsa hluti sem snerta þau og nánasta umhverfi þeirra.
Á krakkasíðu og unglingasíðu er meðal annars símanúmer sem hægt er að hringja í við hvaða tilefni sem er og einnig er hægt að senda inn spurningar beint af síðunni um réttindi eða skyldur barna. Einnig geta börn komið reynslu sinni eða skoðunum á framfæri.

Total ráðgjöf – http://www.totalradgjof.is
Tótalráðgjöf er alhliða ráðgjöf fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára.
Hér geta ungmenni fengið svör við spurningum sínum og vangaveltum með því að skoða eldri svör eða með því að senda inn nýjar spurningar. Full nafnleynd er viðhöfð og að sjálfsögðu ríkir fullur trúnaður. Ráðgjöfinni ber engu að síður lagaleg skylda til að tilkynna kynferðisbrotamál, ofbeldismál og önnur afbrot til lögreglu ef  fulls nafns er getið.

Hjálparlína Barnaheilla – http://www.heyrumst.is
Heyrumst.is! er vefur á vegum Barnaheilla, Save the Children, á Íslandi fyrir alla sem eru undir 18 ára aldri.
Ef þig vantar ráðgjöf eða stuðning sendu okkur póst í gegnum „Fáðu Ráðgjöf“ og þú færð svar innan sjö daga frá ráðgjafa Barnaheilla. Þú getur valið um hvort spurning þín birtist á heimasíðunni eða einungis ráðgjafinn sjái hana.
Við gætum alltaf fyllsta trúnaðar.
Ef eitthvað er sem þú vilt koma á framfæri um réttindi þín eða lífið almennt, skólann eða hvað sem er þá er „Tjáðu þig“ vettvangur fyrir þig. Þar getur þú skrifað um allt milli himins og jarðar.