Hvernig er sótt um byggingarleyfi?

Stöðluðu umsóknareyðublaði er skilað til embættis byggingarfulltrúa í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14. Með umsókn skulu fylgja aðaluppdrættir, útfylltur gátlisti vegna aðaluppdrátta og önnur viðeigandi fylgiskjöl varðandi umsókn, sbr. lið 6 á umsóknareyðublaði, sem eiga við framkvæmdina.
 
Leiðbeiningar um útfyllingu umsóknar er að finna hér. Starfsmaður þjónustuvers Reykjavíkurborgar tekur við umsókninni og framsendir hana til embættis byggingarfulltrúa.