Hvert get ég leitað hjálpar?
Hér eru símanúmer sem að þú getur hringt í og staðir sem þú getur leitað til ef þú þarft á hjálp að halda. Svo eru líka vefsíður sem þú getur skoðað og fengið upplýsingar og tölvupóstföng sem þú getur sent fyrirspurnir á. Það mun alltaf einhver svara þér og hlusta á það sem þú hefur að segja. Þögn er helsti vinur heimilisofbeldis. Ekki hika við að hafa samband!
Neyðarlínan – 112
1-1-2 er ekki bara neyðarnúmer þegar slys verða og kviknar í. Það er líka barnanúmerið á Íslandi.
Flestum börnum líður vel. Eiga góða að og öruggt og gott heimili. En sum börn búa við vanhirðu og verða jafnvel fyrir áreitni og ofbeldi og þá er heilsu þeirra og vellíðan ógnað. Ef þú býrð þú við slíkar aðstæður eða þekkir barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112 og ræða málin í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa.
Allir geta hringt í 112, úr farsímum og úr símtækjum í almenna símkerfinu. Samband næst við 112 óháð því hvort síminn er lokaður t.d. vegna vanskila. Úr GSM símum næst samband þar sem skilyrði eru vegna staðsetningar senda. Samband næst óháð því hvort símakort er í símanum eða ekki.
Almennum fyrirspurnum og tilkynningum er hægt að koma á framfæri til Barnaverndar Reykjavíkur. Hægt er að hafa samband við Barnavernd allan sólarhringinn í gegnum neyðarsímann 112.
Barnaverndarnefnd fer með mál barna sem sæta illri meðferð, eru beitt ofbeldi eða búa við aðstæður sem eru ekki ásættanlegar fyrir þau. Barnaverndarnefnd er skylt að aðstoða börn sem búa við slæmar aðstæður heima fyrir. Telji fólk sig verða vitni að slæmri meðferð á börnum er því með lögum skylt að tilkynna það til Barnaverndarnefndar.
Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar
Sími: 411-1111
Sími: 411-1111
Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar eru staðsettar í 6 hverfum og sinna þjónustu ýmiss konar við einstaklinga og fjölskyldur. Þar er hægt að leita sér stuðnings ef um ofbeldistengd málefni er að ræða, hvort sem það er á heimili eða utan þess. Stuðningurinn er í formi ráðgjafar ýmiss konar þar sem að þjónustumiðstöðvarnar veita meðal annars félags og fjölskylduráðgjöf.
Umboðsmaður barna
Sími: 552-8999
Gjaldfrjálst númer: 800-5999
Kringlunni 1, 5. hæð
103 Reykjavík
Netfang: ub@barn.is
Sími: 552-8999
Gjaldfrjálst númer: 800-5999
Kringlunni 1, 5. hæð
103 Reykjavík
Netfang: ub@barn.is
Umboðsmaður barna vinnur að hagsmunamálum barna almennt séð en ekki að málum einstakra barna. Hann leiðbeinir og gefur ráð hvert börn geta leitað til að ná fram rétti sínum og kemur með ábendingar og tillögur til úrbóta sem snerta hag barna á öllum sviðum samfélagsins. Vill fá að vita hvað börn eru að hugsa og hvað þeim finnst um ýmsa hluti sem snerta þau og nánasta umhverfi þeirra.
Á barna- og unglingasíðu er meðal annars símanúmer sem hægt er að hringja í við hvaða tilefni sem er og einnig er hægt að senda inn spurningar beint af síðunni um réttindi eða skyldur barna. Einnig geta börn komið reynslu sinni eða skoðunum á framfæri.
Margar heilsugæslustöðvar hafa opnað sérstaka móttöku fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára. Þangað geta ungmenni leitað til að ræða um heilsu sína og líðan. Á forsíðu Heilsugæslunnar í Reykjavík má sjá hvaða heilsugæslustöðvar tilheyra hverju hverfi.
Starfsfólk í skólum og frístundum
Nemendur eiga að geta leitað til starfsfólks skóla með trúnaðarmál, s.s. kennara, umsjónarkennara, námsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðings, þjálfara eða annarra. Ef um heimilisofbeldi er að ræða geta þessir aðilar tilkynnt um ofbeldið til Barnaverndarnefndar og leiðbeint um næstu skref.
Hjálparsími Rauða krossins er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þú getur hringt í síma 1717, ef þig vantar upplýsingar, góð ráð, hvatningu eða stuðning. Heitið er fullum trúnaði og þjónustan er þeim sem hringir að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að skrá sig inn á Netspjallið þar sem fullum trúnaði er heitið og nafnleynd. Netspjall Rauða krossins.
Total ráðgjöf
Tótalráðgjöf er alhliða ráðgjöf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og er rekin af Hinu Húsinu í Reykjavík. Lögð er áhersla á að bjóða ungu fólki farveg til að greina vanda sinn og aðstoð til úrlausna á skjótan og aðgengilegan hátt. Boðið er upp á ráðgjöf og einstaklingum komið áfram í frekara ferli hjá fagaðila eftir því sem við á og hver þörfin er.
Hér geta ungmenni fengið svör við spurningum sínum og vangaveltum með því að skoða eldri svör eða með því að senda inn nýjar spurningar. Full nafnleynd er viðhöfð og að sjálfsögðu ríkir fullur trúnaður. Ráðgjöfinni ber engu að síður lagaleg skylda til að tilkynna kynferðisbrotamál, ofbeldismál og önnur afbrot til lögreglu ef fulls nafns er getið. Einnig er hægt er að hringja inn, senda tölvupóst eða mæta niðri í Hitt Húsið fyrir ráðgjöf ef það hentar viðkomandi betur.
Ráðgjöf Barnaheilla
Sími: 553-5900
Netfang: barnaheill@barnaheill.is
Netfang: barnaheill@barnaheill.is
Einn þáttur í starfi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi er ráðgjöf þar sem hægt er að leita upplýsinga um réttindi barna. Allmargir leita til samtakanna og eru flestar fyrirspurnir um lögfræðileg álitaefni. Málin eru af ýmsum toga; forsjármál, umgengnismál, eineltismál, grunur um ofbeldi gegn börnum og réttindamál ýmiss konar.
Farið er með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Stígamót eru ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir bæði konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi. Stígamót taka ekki á móti börnum og unglingum undir 18 ára vegna þess að barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þennan hóp. Öllum er þó velkomið að hafa samband við Stígamót til að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar.