Í hvaða grunnskóla á barnið mitt að fara?

Í Reykjavík eru 36 borgarreknir grunnskólar, auk sjálfstætt rekinna skóla. Nemendur með lögheimili í tilteknu skólahverfi eiga rétt á skólavist í sínum hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni skv. Reglum um skólahverfi, umsókn og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar.

Innritun í skóla og á frístundaheimili fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík. Innritun barna fædd árið 2015 í grunnskóla og á frístundaheimili borgarinnar fyrir skólaárið 2021-2022 hefst miðvikudaginn 3. mars 2021. Foreldrar og börn munu fá póstkort þar að lútandi. 

Þegar sótt hefur verið um í Rafrænni Reykjavík fer umsóknin rafrænt til viðkomandi skóla og forráðamenn fá staðfestingu um móttöku umsóknar í „Síðan mín“. Þegar skóli hefur samþykkt skólavist kemur einnig staðfesting um það.

Skólasetning í grunnskólum verður mánudaginn 23. ágúst haustið 2021. 
Skóladagtal 2020 - 2021    
Skóladagatal 2021-2022

 
Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Senda má fyrirspurnir um innritun í tölvupósti á netfangið sfs@reykjavik.is. Einnig er hægt að koma fyrirspurnum, ábendingum og kvörtunum á framfæri við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Sími: 4 11 11 11. Netfang: sfs@reykjavik.is.