Almennt um leikskóla

Almennt eru leikskólar borgarinnar opnir frá kl. 7:30 til 17:00 og börn geta verið í leikskólanum í 4 - 9 ½ klukkustund á dag. Leikskólar marka sér sérstöðu með áherslu á ákveðna stefnu eða þætti í starfinu, svo sem samskipti, lestur og ritmál, stærðfræði, heimspeki, náttúru og umhverfisvernd. Reykjavíkurborg niðurgreiðir vistun barna í leikskólum sem og vistun barna hjá dagforeldrum.

Hverjir eiga rétt á þjónustunni?

Skilyrði fyrir leikskóladvöl barns er að lögheimili þess og föst búseta sé í Reykjavík og að foreldrar barnsins séu ekki í vanskilum við skóla- og frístundasvið.

Hvernig er sótt um leikskóla?

Þú sækir um leikskólavist í almennum leikskólum borgarinnar á vala.is. Þú getur fengið aðstoð við að fylla út umsókn um leikskóladvöl á öllum þjónustumiðstöðvum borgarinnar og í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14, og í síma 4 11 11 11.

Þú getur sótt um leikskóla frá fæðingardegi barns eða strax og kennitala þess hefur verið skráð. Börn eru skráð á biðlista við eins árs aldur og raðast þau á listann eftir fæðingardegi og ári.

Foreldrar geta sótt um og valið þann leikskóla sem þeir telja að henti þeim og barni þeirra best. Telji þeir það þjóna betur hagsmunum barnsins að sækja leikskóla utan heimahverfis geta þeir sótt um hvaða leikskóla sem er í borginni.

Börn innritast í leikskóla eftir kennitölu, þau elstu fyrst. Sama gildir í meginatriðum um sjálfstætt starfandi leikskóla en um þá er sótt hjá skólunum sjálfum.

Hvað kostar þjónustan?

Gjaldskrá leikskólanna. 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Þú getur sent inn fyrirspurnir og ábendingar með tölvupósti á netfangið innritun.leikskolar@reykjavik.is. Sótt er um þjónustuna á vala.is