Hvaða efni má losa?

Eingöngu er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni svo sem mold, möl og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll útistandandi járn og hreinsa af öðrum efnum svo sem einangrun, pappa og klæðningu.

Ekki er heimilt að losa lífrænan úrgang eins og húsdýraskít og landbúnaðarhrat, eins og það er orðað í starfsleyfi.

Hvar er jarðvegslosunarsvæðið?

Jarðvegslosunarsvæðið er staðsett í Bolaöldum í hlíðum Vífilsfells í landi Ölfuss.  Þar er námusvæði og með móttöku á jarðefnum er verið að endurheimta land í eldri námum. Ekið er að námusvæðinu frá Suðurlandsvegi til suðurs rétt vestan við Litlu-Kaffistofuna.

Hvenær er tekið á móti jarðvegi?

Opið er á jarðvegslosunarsvæðinu sem hér segir:

Mánudaga - fimmtudaga kl. 8:00 - 12:00 og 12:30 - 17:00
Föstudaga kl. 8:00 - 12:00 og 12:30 - 16:00

Starfsleyfi

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur gefið út starfsleyfi fyrir Bolaöldur ehf.  vegna móttöku á jarðefnum til landmótunar. Starfsleyfi er dagsett 18. apríl 2011 og gildir til 18. mars 2023.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Bolaöldur ehf. hefur umsjón með jarðvegslosunarsvæðinu. Bolaöldur eru eru í eigu Fossvéla ehf. Sími á skrifstofu: 482 1990. Sími verkstjóra: 891 9588. Netfang: fossvelar@simnet.is.