Keðjan - stuðningsþjónusta fyrir börn og fjölskyldur þeirra
Hvað er Keðjan?
Eitt af meginmarkmiðum Keðjunnar er að tryggja bestu þjónustuna hverju sinni og veita hana á forsendum barna og fjölskyldna þeirra.
Hvað felst í stuðningi Keðjunnar?
Keðjan veitir stuðningsþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra og heyrir undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar.
Þjónustan er meðal annars í formi uppeldisráðgjafar inn á heimili, einstaklingsstuðning við börn, hópastarf, námskeið fyrir börn og foreldra, dvöl hjá stuðningsfjölskyldum, Skahm (þjónusta fyrir börn með margþættan vanda), unglingasmiðjur og PMTO uppeldisráðgjöf/meðferð.
Hjá Keðjunni er lögð áhersla á nýsköpun og þróun úrræða í samstarfi við þjónustumiðstöðvar, barnavernd og aðra þjónustuaðila við börn og fjölskyldur.
Aðgengi þjónustunotenda og málstjórar eru eftir sem áður hjá þjónustumiðstöðvum velferðarsviðs og Barnavernd Reykjavíkur.
Ferill umsóknar/þjónustu
Sótt er um á á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar og miðað er við lögheimili umsækjenda.
Eftirfarandi skilyrði eru sett vegna stuðningsþjónustu:
viðkomandi verður að eiga lögheimili í Reykjavík;
- þjónustan er fyrir 6 ára og eldri (stuðningsfjölskylda er þó undanskilin);
- viðkomandi verður að búa utan stofnunar;
- fjölskylda/einstaklingur þarf á stuðningsþjónustu að halda vegna félagslegra aðstæðna sinna samkvæmt faglegu mati félagsráðgjafa á þjónustumiðstöð.
Hvað kostar þjónustan?
Stuðningsþjónusta er ekki gjaldskyld þjónusta. Notendum ber hins vegar að greiða fyrir sig allan kostnað sem hlýst af stuðningsþjónustu svo sem aðgangseyri vegna kvikmynda- og leiksýninga, strætisvanga- eða rútuferða, veitingakostnað og fleira.
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Hægt er að koma almennum kvörtunum/ábendingum á framfæri símleiðis eða í móttöku á öllum starfsstöðvum þjónustumiðstöðva. Ef umsækjandi unir ekki niðurstöðu mats getur hann skotið ákvörðuninni til velferðarráðs, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Skal það gert skriflega og ekki síðar en fjórum vikum eftir að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun. Ákvörðun velferðarráðs má skjóta til úrskurðarnefndar félagsþjónustu, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Skal það gert ekki síðar en fjórum vikum frá því að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun.