Landupplýsingar (LUKR)
Landupplýsingar hafa umsjón með öllum gagnagrunnum sem innihalda landtengdar upplýsingar og leggja aðaláherslu á að hafa réttar og lifandi upplýsingar, byggðar á traustum grunni. Öflun, viðhald, úrvinnsla og afgreiðsla landupplýsinga eru aðalverkefnin, en deildin ber einnig ábyrgð á stjórn og rekstri LUKR, landmælingum og útgáfu mæliblaða og lóðauppdrátta.
Landupplýsingum er skipt í tvær deildir (mælingar og LUKR), en Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR) er samstarfsverkefni umhverfis- og skipulagssviðs, Orkuveitu Reykjavíkur og Mílu ehf.
Deildarstjóri er Lech Pajdak, netfang: lech.robert.pajdak@reykjavik.is.
Helstu verkefni landupplýsinga eru:
- gerð og viðhald mæliblaða og lóðauppdrátta;
- landmælingar;
- viðhald hnita- og hæðakerfis;
- umsjón með staðgreini;
- hnitsetning eldri lóða;
- stjórn og rekstur LUKR;
- uppbygging og viðhald gagnagrunna og tengitaflna LUKR;
- umsjón með Borgarvefsjá og Skipulagssjá;
- öflun loftmynda;
- kortagerð;
- skráning, úrvinnsla og afgreiðsla landupplýsinga;
- uppfærsla á tölum svæðisskipulags.