Hvar eru opin leiksvæði?

Hægt er að finna loftmynd af borginni inni á Borgarvefsjá. Opna þarf valglugga og merkja og haka við það þema sem þú vilt skoða á korti, til dæmis leikskóla og opin svæði.

Leiksvæði

Daglegt viðhald og umhirða er í höndum skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins. Leiktæki leikskólanna eru örugg en heilbrigðiseftirlitið gengur úr skugga um ástand þeirra. Á leiksvæðum leikskólanna eru fjölbreytt tæki og eru foreldrar ungra barna hvattir til að nýta sér lóðir leikskólanna utan vinnutíma þeirra. Mikilvægt er að kenna börnunum að ganga vel um lóðirnar. Ekki er leyfilegt að vera með hunda á leikskólalóðum. Endurnýjun og uppbygging leiksvæða í borginni er unnin samkvæmt faglegri aðgerðaáætlun í samræmi við samþykkta leiksvæðastefnu Reykjavíkurborgar.

Opin leiksvæði í Reykjavík

Opin leiksvæði 256
   
Boltagerði (sparkvellir) 34
Leikskólar 85
Skólar 45

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14,  í síma 4 11 11 11, fax  411 1169. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið. Opið kl. 8:20 - 16:15 alla virka daga en teikningaafgreiðsla lokar kl. 16:00. Netfang: upplysingar@reykjavik.is.