Húseigendur eða aðrir sem vilja skreyta veggfleti geta sótt um leyfi hjá byggingarfulltrúa. Óheimilt er að mála veggmyndir á hús, nema með leyfi byggingafulltrúa.

Hvernig er sótt um leyfið?

Sótt er um leyfið hér.

Hvaða skjöl þurfa að fylgja umsókn?

Samþykki allra eigenda hússins þarf að fylgja umsókninni auk samþykki nágranna. Auk þess þarf teikning eða skissa af fyrirhuguðu verki að fylgja umsókninni.