Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar
Mannréttindastefnan er byggð á jafnræðisreglunni og miðar að því að allar manneskjur fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.
Bæklingur um mannréttindastefnuna á ensku og íslensku (Brochure about the Human Rights Policy in Icelandic and English)
Bæklingur um mannréttindastefnuna á pólsku og íslensku (Broszura o polityce praw czlowieka Miasta Reykjavik)
Mannréttindastefna borgarinnar var fyrst samþykkt í borgarstjórn 16. maí 2006. Núverandi stefna var samþykkt í borgarstjórn 18. október 2016. Stefnan leggur áherslu á heildstæða sýn í þágu borgarbúa þar sem margir tilheyra fleiri en einum þeirra hópa sem stefnan nær til. Stjórnendum og starfsfólki ber að tryggja virðingu fyrir mannréttindum innan stjórnkerfis borgarinnar, á vinnustöðum hennar og í þjónustu. Rauði þráðurinn í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar er áherslan á jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þessi áhersla skal vera sýnileg og samþætt allri starfsemi og stefnumótun borgarinnar.
- Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar (pdf)
- The City of Reykjavik’s Human Rights Policy
- Mannréttinda-stefnan á auðlesnu máli
Hver fylgir eftir mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar?
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar, ásamt mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, fylgir mannréttindastefnu borgarinnar eftir og stendur vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað. Telji borgarbúar, starfsfólk borgarinnar, hagsmunafélög eða gestir borgarinnar að á sér sé brotið með tilliti til þeirra þátta sem tilgreindir eru í stefnunni er hægt að senda ábendingar eða kvartanir.
Borgarbúar, starfsfólk borgarinnar, hagsmunafélög eða gestir borgarinnar geta sent ábendingar eða kvartanir og er úrvinnsla þeirra þeim að kostnaðarlausu.
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Hægt er að koma fyrirspurnum og ábendingum á framfæri við mannréttindastjóra, Önnu Kristinsdóttur, bréflega eða í tölvupósti á netfangið anna.kristinsdottir@reykjavik.is