Matvælaeftirlit
Leiðarljós Matvælaeftirlitsins er að tryggja sem kostur er að neysluvatn og matvæli borgarbúa séu örugg og heilnæm. Enn fremur, að gætt sé þeirra meginsjónarmiða um verndun þeirra gæða sem felast í ómenguðu neysluvatni og matvælum.
Hlutverk
Hlutverk matvælaeftirlitsins er að annast:
- Eftirlit með öryggi og heilnæmi matvæla í matvælafyrirtækjum.
- Eftirlit með öflun og dreifingu neysluvatns og umgengni á brunnsvæðum vatnsverndarsvæða.
- Rannsóknir matarsýkinga.
- Eftirlit með hollustuháttum á gististöðum.
- Kvartanir vegna matvælafyrirtækja, matvæla og gististaða.
- Eftirlit með merkingum, kynningum og auglýsingum matvæla.
- Eftirlit með notkun aukefna og varnarefna í matvælum.
- Sýnatökur t.d. á neysluvatni, matvælum á markaði og í fyrirtækjum.
- Útgáfu starfsleyfa fyrir matvælafyrirtæki og gististaði.
- Umsagnir um rekstrarleyfi fyrir gististaði og veitingastaði og tækifærisleyfi, sbr. lög nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
- Undirbúning og dreifingu fræðslu- og leiðbeiningarefnis fyrir matvælafyrirtæki, starfsfólk þeirra og almenning.
Gerast áskrifandi að tilkynningum
Hægt er að gerast áskrifandi að tilkynningum um innkallanir matvæla með RSS straumi Slóðina (URL) sem þarna kemur upp þarf síðan að líma inn í RSS lesara eða í tölvupóstkerfi, sjá leiðbeiningar um notkun RSS
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Vinsamlega hafðu samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hafirðu ábendingu eða fyrirspurn varðandi gististaði og matvælafyrirtæki eða hringja í Þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111.