Heimasíða Menningarnætur.

Menningarnótt er sköpuð af borgarbúum

Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Við erum öll hluti af Menningarnótt bæði sem gestgjafar og gestir. Allur miðbærinn iðar af margvíslegu lífi og listgreinar blandast saman á nýjan og spennandi hátt, enda höfðar Menningarnótt til breiðari hóps fólks en flestar aðrar hátíðir.

Hvað er á dagskránni?

Dagskráin er auglýst ár hvert á heimasíðu hátíðarinnar. Fjölmargir taka þátt í að móta daginn: sumir bjóða upp á metnaðarfulla dagskrá, aðrir stilla málverki út í glugga, en langflestir taka þátt í þessari fjölmennustu hátíð landsins á einhvern hátt. Menningarnótt er ómissandi partur af menningarlífi höfuðborgarbúa og er stemningin í miðbænum viðburður í sjálfu sér.

Hvenær er Menningarnótt?

Menningarnótt er haldin árlega fyrsta laugardag eftir afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst, eða 18. ágúst ef hann fellur á laugardag.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Nánari upplýsingar veita Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða, í gegnum síma 411 6010  eða Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða, í gegnum síma 411 6006.