Hvaða vinnusvæði þarf að merkja?

Öll vinnusvæði sem kunna að trufla umferð þarf að merkja sérstaklega og í samræmi við gildandi umferðarlög og reglugerðir. Merkingar skulu uppfylla kröfur um „Merkingar vinnussvæða“, nýjustu útgáfu, útgefinni af Reykjavíkurborg og Vegagerðinni.

Hvar fæ ég skilti og merkingar?

Það er almenn regla að framkvæmdaaðilar útvegi sér sjálfir skilti og merkingar. Þeir aðilar sem sjaldan þurfa að afmarka svæði og merkja geta fengið leigð skilti hjá þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar við Stórhöfða.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14,  í síma 4 11 11 11, fax: 411 1169. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið. Opið kl. 8:20 - 16:15 alla virka daga. Netfang: upplysingar@reykjavik.is.