Hlutverk 

a. Styðja leikskólakennara og starfsfólk leikskóla við að byggja upp ríkulegt mál og læsisumhverfi í öllum leikskólum borgarinnar.

b. Veita grunnskólakennurum stuðning við að setja upp kennsluáætlanir og beita kennsluháttum sem reynast best við lestrarkennslu í blönduðum nemendahópi.

c. Standa fyrir námskeiðum og fræðslufundum fyrir starfsfólk og kennara beggja skólastiga um gagnreyndar og gagnlegar aðferðir í vinnu með mál og læsi.

d. Halda úti heimasíðu (gagnagrunni) með fræðsluefni, kennslumyndböndum og leiðbeiningum um vinnu með mál og læsi.

e. Auka færni kennara beggja skólastiga við að efla mál- og læsi allra barna með sérstaka áherslu á börn sem ljóst er að þurfa stuðning, án þess að fyrir liggi greining á málþroskavanda s.s. eins og börn með annað móðurmál en íslensku og börn sem búa við rýrt málumhverfi heima fyrir eða njóta ekki stuðnings foreldra sinna í náminu.

f. Auka þekkingu og færni kennara beggja skólastiga til að vinna með foreldrum að því að efla mál og læsi á íslensku og fjölbreyttum móðurmálum.

g. Veita þjálfun nýrra vinnubragða um mál og læsi.

h. Skapa vettvang fyrir tengslanet kennara sem hittist reglulega til að miðla og afla nýrrar þekkingar.

Hugmyndir/óskir

  • Ráðgjöf vegna: læsisáætlana, vinnu lestrarteyma, stórra og lítilla læsisverkefna (í hverfi, samstarf skóla, skóli-frístund-leikskóla o.s.frv.), nemendahópa, kennsluhátta/námsefnis, nemenda með íslensku sem annað mál o.fl.
  • Námskeið og fræðsla fyrir kennara, starfsfólk, foreldra
  • Kynningar

Verkefnastjórar Miðju máls og læsis

Tungumálaver Miðju máls og læsis

Sjá heimasíðu Miðju máls og læsis
Sjá Facebook Miðju máls og læsis

Sjá heimasíðu Tungumálavers 

Fyrirspurnir