Hvernig matur er í boði?

Lögð er áhersla á hollan mat  samkvæmt leiðbeiningum Landlæknisembættisins.

Hvað kostar þjónustan?

Mataráskrift miðast við 20 daga í mánuði og ekki er innheimt fyrir mat í júlí og ágúst. Kostnað við mataráskrift má finna undir gjaldskrám skóla- og frístundasviðs.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Skráning í mötuneyti fer fram á Rafrænni Reykjavík. Mataráskrift heldur áfram næsta skólaár nema henni sé sagt upp. Hringt er í viðkomandi skóla og tilkynnt um uppsögn á áskrift. Ef barn skiptir um skóla er mataráskrift sagt upp í skóla sem hætt er í og sótt um í nýjum skóla. Einnig er hægt er að afskrá mataráskrift í Rafrænni Reykjavík. 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Þú getur sent inn fyrirspurn, ábendingu eða kvörtun til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Sími: 4 11 11 11. Netfang: sfs@reykjavik.is.

Fagráð um skólamötuneyti er til ráðgjafar um mötuneyti leik- og grunnskóla, svo sem um forgangsröðun verkefna, áætlanagerð og svo framvegis.  Í ráðinu sitja fulltrúar frá fagsviði, yfirmenn skólamötuneyta leik- og grunnskóla, skólastjórnendur leik- og grunnskóla og fulltrúar foreldraráða leik- og grunnskóla.