Um Námsflokka Reykjavíkur

Námsflokkar Reykjavíkur voru stofnaðir árið 1939 og eru elsta fullorðinsfræðslustofnun landsins. Hlutverk þeirra er að sinna fullorðinsfræðslu og framfylgja félagslegri menntastefnu borgarinnar.

Námsflokkarnir sinna einkum þeim sem minnsta formlega menntun hafa. Það er gert á margvíslegan hátt, meðal annars með náms- og starfsráðgjöf, sérkennslu í lestri og skrift, grunnskólanámi fyrir fólk eldra en 16 ára, undirbúningsnámi fyrir framhaldsskóla og ýmsum lengri og styttri fræðsluverkefnum sem flest eru unnin í samstarfi við aðra.

Stefna Námsflokkanna er að vera í sem mestu samstarfi við aðrar stofnanir Reykjavíkurborgar, aðrar menntastofnanir og við nágrannasveitarfélögin.

Námsflokkarnir vilja hvetja fólk til að auka við menntun sína og hjálpa því að finna námsleiðir við hæfi. Starfsfólk Námsflokkanna veitir fúslega upplýsingar um þær námsleiðir sem standa fullorðnum Reykvíkingum til boða.

Staðsetning

Skrifstofa og kennsluhúsnæði Námsflokka Reykjavíkur eru á Suðurlandsbraut 32, á 2. hæð.  Inngangur snýr á móti Orkuhúsinu.

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 8.15 - 14.15.  Sími: 411 6540.

Náms- og starfsráðgjöf fer fram í Námsflokkum Reykjavíkur.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að hafa samband við Námsflokka Reykjavíkur í síma 411 6540. Skrifstofa og kennsluhúsnæði Námsflokka Reykjavíkur eru á Suðurlandsbraut 32, 2. hæð.  Inngangur snýr á móti Orkuhúsinu. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 8.15 - 14.15. Sjá vef Námsflokkanna.