Hvað er Námskraftur?

Námskraftur er samvinnuverkefni Námsflokka Reykjavíkur, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Um er að ræða einnar annar námsúrræði á framhaldsskólastigi.

Fyrir hverja er Námskraftur?

Fyrir ungmenni á aldrinum 16 - 24 ára.

Hvenær eru tímar?

Tímar hefjast alltaf kl. 8.30 og nemendur eru alltaf búnir á sama tíma eftir hádegi.
Samfleytt stundaskrá er frá morgni fram yfir hádegi.

Hvernig er námið samsett?

Námið samanstendur af:
Listum 103,
Heimspeki 103,
Íslensku eða stærðfræði (áfangi miðaður við stöðu nemanda)

Einnig hefur verið í boði fyrir nemendur að taka:
Fjarnám í ensku frá Fjölbraut við Ármúla með stuðningi í Námsflokkum Reykjavíkur.

Atriði sem gott er að hafa í huga:

•Þeir sem eru duglegir og taka áfanga í öllum fögum geta því verið að klára allt að 12 einingum á önninni.
•Stuttir tímar í náms- og starfsfræðslu eru einnig á stundaskrá og fá nemendur stuðning til að stunda námið.
•Vel er fylgst með mætingum nemenda og hringt heim til þeirra sem mæta ekki á réttum tíma.
•Boðið er upp á einkaviðtöl við náms- og starfsráðgjafa, um það bil fjögur viðtöl eða eins og þurfa þykir.
•Nemendur eru aðstoðaðir við að sækja um framhaldsskóla áður en náminu lýkur og er umsóknum þeirra fylgt eftir.

Fyrirspurnir og ábendingar

Nánari upplýsingar veita Jódís Káradóttir, náms- og starfsráðgjafi og umsjónarmaður verkefnisins gegnum netfangið jodis.karadottir@rvkskolar.is og Iðunn Antonsdóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur gegnum netfangið idunn.antonsdottir@rvkskolar.is. Einnig eru veittar upplýsingar í síma 411 6540 og farsíma 664 8606.