Gistiskýlið

Gistiskýlið á Lindargötu er fyrir heimilislausa karlmenn. Þar eru 25 gistipláss.

Gistiskýlið er opið alla daga frá kl. 17:00 til kl. 10:00 næsta dag. Boðið er upp á kvöldhressingu og morgunmat. 


Konukot

Konukot er fyrir heimilislausar konur. Þar eru 12 gistipláss. Konukot er opið alla daga frá kl. 17:00 til kl. 10:00 daginn eftir. Boðið er upp á heita kvöldmáltíð og léttan morgunverð, þvott á fötum og hreinlætisaðstöðu.

Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa rekur Konukot á grundvelli þjónustusamnings við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. 

Hér má nálgast allar upplýsingar um starfsemi Konukots
 

Neyðarskýli við Grandagarð

Neyðarskýlið við Grandagarð 1A er fyrir yngri heimilislausa karlmenn. Þar eru 15 gistipláss.

Neyðarskýlið er opið alla daga frá kl. 17:00 til kl. 10:00 daginn eftir. 


Nánari upplýsingar

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða fer með málaflokk heimilislauss fólks fyrir hönd velferðarsviðs.
Sími 411 1600, netfang vmh@reykjavik.is.

Vaktsími VoR-teymis er 665 7600.