Við eigendaskipti og við meiriháttar breytingar á starfsemi eða húsnæði þarf að sækja um nýtt rekstrarleyfi og nýtt starfsleyfi. Óheimilt er að hefja rekstrarleyfisskylda starfsemi liggi rekstrarleyfi fyrir hana ekki fyrir. Starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og rekstrarleyfi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þurfa að hanga uppi á áberandi stað.

Hvaða fyrirtæki eru rekstrarleyfisskyld?

Rekstrarleyfisskyld fyrirtæki skv. lögum nr. 85/2007
Gististaðir Veitingastaðir
Hótel Veitingahús í flokkum II eða III
Stærra gistiheimili Skemmtistaður í flokkum II eða III
Minna gistiheimili Veitingastofa og greiðasala í flokkum II eða III
Gistiskáli Veisluþjónusta og veitingaverslun í flokkum II eða III
Fjallaskálar Kaffihús í flokkum II eða III
Íbúðir Krá í flokkum II eða III
Frístundahús Samkomusalir í flokkum II eða III

Hvaða búnað þarf ég ?

Húsnæði og búnaður leyfisskyldra fyrirtækja tekur mið af hvers konar starfsemi á að vera í viðkomandi húsnæði.

Húsnæði, búnaður og matvælaöryggiskerfi (innra eftirlit) skal vera þannig að öryggi matvæla og viðskiptavina/gesta  sé ávallt tryggt á mestu álagstímum. Vísað er í Leiðbeiningar um góða starfshætti í matvælafyrirtækjum og samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Bent er á upplýsingasíðu Matvælastofnunar um matvæli.

Vakin er athygli á að í reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald eru tilgreindar kröfur sem gerðar eru til þeirra fyrirtækja sem falla undir reglugerðina og lög nr. 85/2007.  Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki eftirlit með ákvæðum reglugerðarinnar.

Varðandi veitingastofur og veitingaverslanir:

Veitingastofur og veitingaverslanir eru í daglegu tali nefndir skyndibitastaðir.  Sé um að ræða veitingastofu er krafa um að gestir hafi aðgang að sérstakri gestasnyrtingu og skal hún taka mið af þörfum fatlaðra.  Veitingaverslun er staður þar sem  fram fer sala veitinga sem ekki er til neyslu á staðnum enda er slík sala meginstarfsemi staðarins.  Ekki er gerð krafa um sérstaka snyrtingu fyrir viðskiptavini veitingaverslana.  

Veitingastofur og veitingaverslanir sem ekki bjóða upp á áfengi (eru í flokki I, skv. lögum nr. 85/2007 og reglugerð nr. 1277/2016) þurfa ekki rekstrarleyfi.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Allar nánari upplýsingar um útgáfu rekstrarleyfa á höfuðborgarsvæðinu, þar með talið kostnað við þau, veitir leyfadeild sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Hlíðasmára 1, 201 Kópavogi, í síma 458 2000. Netfang: leyfi@syslumenn.is.

Nánari skilgreiningar á flokkun og tegundum gisti- og veitingastaða má finna í 3., 4., 17. og 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Samræmd starfsleyfisskilyrði heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar fyrir gistiheimili, gistiskála, hótel, og samkomuhús má finna á vefsíðu Umhverfisstofnunar.