Markmiðið með stæðunum er að vernda íbúabyggð fyrir óþarfa umferð en um leið auka þjónustu við rútufyrirtækin og gististaði innan þeirra svæða þar sem takmarkanir eru á akstri. 
 
Staðsetningar safnstæðanna eru eftirfarandi:

1. Ráðhúsið
2. Tjörnin
3. Lækjargata
4. Miðbakki
5. Harpa
6. Safnahús
8. Hallgrímskirkja
9. Snorrabraut
10. Hlemmur
11. Austurbær
12. Höfðatorg
13. Rauðarárstígur
14. Skúlagata 

 
Á vefnum busstop.is má sjá yfirlit yfir safnstæðin og nánari staðsetningu þeirra. Hægt er að hala niður korti af stæðunum, til að prenta út eða hafa í símanum.
 
Núverandi fyrirkomulag um akstur með ferðamenn í miðborginni tók gildi 15. júlí 2017. Sjá nánari upplýsingar hér og helstu atriði fyrirkomulagsins hér að neðan.
 

Helstu atriði fyrirkomulagsins

Hópbifreiðum er óheimilt að aka um götur innan skyggða svæðisins sem sýnt er í skjali um akstursbann hópbifreiða, sem sjá má hér til hliðar. Þó er heimilt að aka um Lækjargötu. Akstursbannið gildir fyrir bifreiðar yfir 8 metrar að lengd og allar hópbifreiðar, þ.m.t. sérútbúnum bifreiðum, t.d. til fjallaferða. Óheimilt að aka innan bannsvæðis, enda þótt slíkar bifreiðar rúmi færri farþega en níu, samanber 9. grein laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi númer 28/2017. Átt er við bifreiðar sem notaðar eru í atvinnurekstri í tengslum við þjónustu við ferðamenn. Undanþegin banni eru m.a. ökutæki merkt Reykjavíkurborg, skólabifreiðar og akstursþjónusta fatlaðra sem fellur undir lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.


Skilgreindar akstursleiðir

Hópbifreiðar með ferðamenn eiga að aka um valdar götur, sem sjá má í skjali um safnstæði, akstursleiðir og stoppistöðvar, sem sjá má hér til hliðar. Ekið er upp Eiríksgötu og niður Njarðargötu, upp Ingólfsstræti og Hverfisgötu frá Ingólfsstræti. Þá er ekið austur Túngötu og Vonarstræti. Umferð hópbifreiða er heimil í báðar áttir á öðrum akstursleiðum sem sýndar eru á myndinni.
 
Tengiliðir vegna þessarar þjónustu eru:
  • Bjarni Rúnar Ingvarsson, ráðgjafaverkfræðingur á skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar

Senda tölvupóst