Samþykkt deiliskipulag
Nýjar og nýlegar skipulagsáætlanir má sjá hér í valmyndinni merktar frá árinu 2010 - Einnig er hægt að skoða skipulagsáætlanir og leita í Skipulagssjá. Allar áætlanir (gamlar sem nýjar) er hægt að nálgast í þjónustuveri í Borgartúni 12 - 14, 1. hæð. Eftir að skipulagsáætlun hefur verið samþykkt og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda hefur hún öðlast gildi.
- Deiliskipulag er nánari útfærsla á aðalskipulagi fyrir afmarkað svæði eða reit.
- Í deiliskipulagi er kveðið á um byggðamynstur, húsagerðir, landmótun, starfsemi, lóðarmörk o.fl.
- Deiliskipulag á við í þéttbýli og dreifbýli, fyrir stór og smá hverfi, gatnamannvirki, hafnarmannvirki, útivistarsvæði, hljóðmanir, snjóflóðavarnargarða og fleira.
- Í deiliskipulagi eru skipulagsskilmálar fyrir útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfa
- Í upphafi vinnu að gerð deiliskipulagstillögu skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, leita umsagnar um skipulagslýsinguna og kynna hana almenningi
- Sveitarstjórn ber ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Í deiliskipulagi koma fram skipulagsskilmálar fyrir uppbyggingu og framkvæmdir, svo sem um þéttleika byggðar, húsagerðir, lóðastærðir, lóðamörk, staðsetningu húsa á lóðum, bílastæði og landmótun.