Grunnskólar Reykjavíkur fá sérstaka fjárúthlutun vegna barna með fatlanir og miklar sérþarfir í námi, meðal annars vegna geðraskana og annarra alvarlegra hegðunarvandamála. Skólastjóri sér um að fylla út umsókn um fjárúthlutun ásamt greiningargögnum og senda til skóla- og frístundasviðs. Úthlutað er í júní og endurskoðun úthlutunar fer fram í október.
 

Sérdeildir í skólum

Í grunnskólum Reykjavíkur starfa nokkrar sérdeildir með sérhæft hlutverk. Þær þjóna börnum úr öllum hverfum borgarinnar. Sex sérdeildir eru fyrir nemendur með einhverfu. Þær eru fyrir nemendur á aldrinum 6 - 16 ára í 1. til 10. bekk og eru 6 - 9 nemendur í hverri deild. Nánari upplýsingar um starfsemi þessara sérdeilda er á vefsíðum skólanna.

Sérdeild fyrir einhverfa er í Foldaskóla.
Sérdeild fyrir einhverfa í Háaleitisskóla.
Sérdeild fyrir einhverfa í Hamraskóla
Sérdeild fyrir einhverfa er í Langholtsskóla.
Sérdeild fyrir einhverfa er í Fellaskóla.
Sérdeild fyrir einhverfa er í Vogaskóla.
Sérdeild fyrir einhverfa á unglingastigi í Réttarholtsskóla tekur til starfa haustið 2021

Í Hlíðaskóla er starfrækt táknmálssvið fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur.

Umsóknir um skólavist í sérhæfðri deild fyrir nemendur með einhverfu
Foreldrar sækja um skólavist í deildunum á sérstöku eyðublaði. Með umsókn þurfa að fylgja greiningargögn og skýrslur leik- eða grunnskóla vegna nemandans eftir því sem við á. Umsóknir skilist til skóla- og frístundasviðs eða til skólanna fyrir 1. mars ár hvert.

Inntökuteymi, sem í sitja skólastjórar og deildarstjórar deildanna ásamt fulltrúa skóla- og frístundasviðs, fjallar um umsóknir um skólavist. Ákvörðun um inntöku skal lokið fyrir 15. apríl og er öllum umsóknum svarað skriflega.

Reglur um innritun og útskrift úr einhverfudeild.

Skóli án aðgreiningar? - sjá hlaðvarp.

Sjá stefnu Reykjavíkurborgar um skóla án aðgreiningar.

Senda má fyrirspurnir á sfs@reykjavik.is og hringja í síma 4 11 11 11 til að fá frekari upplýsingar.