Skipulagsfulltrúi fer með málsmeðferð skipulagsmála og starfar í umboði sveitarstjórnar.
Skrifstofa skipulagsfulltrúa er í Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík.
Sími: 4 11 11 11
Netfang: skipulag@reykjavik.is
Skipulagsfulltrúi er Björn Axelsson.

Verksvið skipulagsfulltrúa

 • Ábyrgur fyrir stjórnsýslu og málsmeðferð skipulagsmála í Reykjavík
 • Tryggir rétta málsmeðferð skipulagsmála
 • Tekur á móti erindum er varðar skipulag borgarinnar
 • Leiðbeinir og svarar fyrirspurnum um skipulagsmál
 • Er með fastasetu og er faglegur ráðgjafi á fundum skipulags- og samgönguráðs með málfrelsi og tillögurétt
 • Ábyrgur fyrir undirbúningi og gerð skipulagsáætlana á vegum borgarinnar og stýrir vinnu skipulagsráðgjafa
 • Veitir umsagnir um hvort ýmsar leyfisumsóknir séu í samræmi við skipulag
 • Annast samráð við opinbera umsagnaraðila skv. ákvæðum laga og reglugerða
 • Annast samráð við almenning og aðra hagsmunaaðila skv. ákvæðum laga og reglugerða
 • Annast kynningar, kynningarfundi og auglýsingar á lýsingum og skipulagstillögum
 • Annast grenndarkynningar vegna breytinga á deiliskipulagi og leyfisumsókna
 • Yfirfer ábendingar og athugasemdir sem berast við lýsingar og skipulagstillögur og gerir tillögur um viðbrögð
 • Sér um samráð við og sendir skipulagsgögn til Skipulagsstofnunar
 • Sér um að skipulagsgögn séu tryggilega varðveitt og skráð
 • Sendir auglýsingu um skipulagsmál í B-deild Stjórnartíðinda
Yfirferð skipulagsgagna:
 • Efni, gæði, form og umhverfisáhrif
 • Samræmi við mat á umhverfisáhrifum liggi það fyrir um framkvæmd á skipulagssvæðinu
 • Gætir þess að skipulagsnefnd hafi aðgang að öllum gögnum varðandi málið

Framkvæmdaleyfi:

 • Gefur út framkvæmdaleyfi fyrir meiriháttar framkvæmdum sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku innan borgarmarkana, í samræmi við samþykkt um afgreiðslur skipulagsfulltrúa
 • Hefur eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum s.s. hvort framkvæmdin sé í samræmi við leyfi og í samræmi við skipulag ásamt gildistíma leyfa
 • Stöðvar framkvæmdir sem eru án leyfis eða í ósamræmi við leyfi eða skipulag eftir atvikum
Starfsmenn

Starfsmenn skipulagsfulltrúa eru með menntun og reynslu í skipulagsfræðum, arkitektúr og landslagsarkitektúr. Hægt er að óska eftir viðtali við starfsmenn skipulagsfulltrúa í gegnum Þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11. Netföng starfsmanna er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar. Eftirtaldir starfsmenn starfa hjá embætti skipulagsfulltrúa: Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Lilja Grétarsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Ævar Harðarson, Ingvar Jón Bates Gíslason, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson, Haukur Hafliði Nínuson, Hulda Einarsdóttir, Ólafur Melsted, Helena Stefánsdóttir skrifstofufulltrúi, Þuríður Guðmundsdóttir skrifstofufulltrúi, Margrét Þorvaldsdóttir, safnvörður.

Borgarsýn
Borgarsýn er kynningarrit um umhverfis- og skipulagsmál sem embætti skipulagsfulltrúa stendur fyrir. Tilgangurinn með útgáfunni er fyrst og fremst að upplýsa borgarbúa um þau verkefni sem eru efst á baugi skipulagsmála hverju sinni. Skipulagsyfirvöld vonast til þess að Borgarsýn upplýsi borgarbúa um áherslur varðandi þróun og ásýnd borgarinnar hverju sinni enda viðfangsefni sem kemur öllum við.
 
Ábendingar/eða athugasemdir
Ábendingum og athugasemdum skal skila til umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, á netfangið skipulag@reykjavik.is.
 
Lög og reglugerðir

Skipulagslög nr. 123/2010

Lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021