Skóla- og frístundadeild Breiðholts var stofnuð í kjölfar samþykktar borgarráðs um þróunarverkefnið Betri borg fyrir börn. Meginmarkmið þróunarverkefnisins er að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi í Breiðholti.

Þjónustan er færð í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna til að veita viðeigandi stuðning sem fyrst og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustumiðstöð hverfisins.

Undir skóla- og frístundadeild heyrir starfsemi dagforeldra, leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í Breiðholti. Deildin veitir m.a. ráðgjöf um almenna starfs- og kennsluhætti, skipulag skóla- og frístundastarfs í hverfinu auk sérfræðiþjónustu sem hefur verið veitt í hverfinu á undanförnum árum.

Markmiðið er að styðja betur við starfsfólk í skóla- og frístundastarf í Breiðholti, færa stjórnun stofnana skóla- og frístundasviðs í nærumhverfið og nýta fjármagn betur með sameiginlegum rekstri á sviði fjármála, mannvirkja og mannauðs. 

Skóla- og frístundadeildin tók til starfa 1. janúar 2020.

Stjórnendur deildarinnar eru Elísabet Helga Pálmadóttir fagstjóri leikskóladeildar og Helgi Eiríksson forstöðumaður Miðbergs, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, fagstjóri grunnskóladeilar. 

Staðsetning

Skrifstofa skóla- og frístundadeildarinnar er í Álfabakka 10, húsnæði Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.

Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 8.30 -16.00, sími: 411-1300

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að hafa samband við skóla- og frístundadeildina í síma 411-1300. Einnig er hægt að senda póst á fagstjóra grunnskóladeildar sigurlaug.hrund.svavarsdottir@reykjavik.is, framkvæmdastjóra Miðbergs helgi.eiriksson@reykjavik.is og fagstjóra leikskóladeildar elisabet.h.palmadottir@reykjavik.is