Hlutverk og markmið:

  • stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar;
  • jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms;
  • efla félagsleg samskipti;
  • efla sjálfsaga, samvinnu og sjálfstæð vinnubrögð;
  • stuðla að aukinni tónlistarþekkingu og veita nemendum tækifæri til að koma fram;
  • stuðla að tónlistaruppeldi annarra ungmenna með því að koma fram á vegum grunnskólanna.

Í skólahljómsveitum er kennt á öll helstu málm- og tréblásturshljóðfæri auk slagverkshljóðfæra. Einnig eru dæmi um að kennt sé á bassa. Hægt er að leigja hljóðfæri hjá sveitunum.

Hvernig er sótt um?

Innritun og endurnýjun umsókna fer fram á Rafrænni Reykjavík.
Hægt var að sækja um til 10. maí fyrir næsta skólaár, en tekið er við umsóknum allt árið.  

Hvað kostar þjónustan?

Í skólahljómsveitum er kennt á öll helstu málm- og tréblásturshljóðfæri auk slagverkshljóðfæra. Einnig eru dæmi um að kennt sé á bassa. Hægt er að leigja hljóðfæri hjá sveitunum. Námsgjöld fyrir 2022 eru 15.771 kr. og hljóðfæragjald 4.799 kr.

Hægt er að nýta frístundakort Reykjavíkurborgar til að greiða skólagjöld.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Þú getur komið fyrirspurnum, ábendingum og kvörtunum á framfæri við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Sími: 4 11 11 11. Netfang: sfs@reykjavik.is.