Skólaþjónusta leik- og grunnskóla í borginni tekur mið af eftirfarandi markmiðum:

  • Stuðla að góðri andlegri og líkamlegri líðan barna og unglinga, jákvæðri sjálfsmynd, félagsfærni og samfélagsvitund.
  • Styrkja tengsl grunnskóla við grenndarsamfélagið.
  • Stuðla að stöðugri viðleitni nemanda til náms og þroska á forsendum hvers og eins.
  • Stuðla að jákvæðu viðhorfi foreldra til skólastarfs.
  • Tryggja jafnræði í aðstöðu til náms, í námsumhverfi og aðgengi að tæknibúnaði.