Hvernig er sótt um nám í öðru sveitarfélagi?

Þú þarft að skila inn útfylltu umsóknareyðublaði, en umsóknaeyðublaðið má nálgast hér.

Umsóknir um skólavist í sveitarfélagi utan lögheimilis nemanda þurfa að hafa borist fyrir 1. apríl ár hvert, til að tryggja nemanda skólavist að hausti. Sækja þarf um árlega ef skólavist varir lengur. Við ákvörðunina er farið yfir umsókn hvers og eins þar sem aðstæður og ástæður eru metnar á einstaklingsgrunni.

Hvað kostar þjónustan?

Þegar skólavist í öðru sveitarfélagi er samþykkt, greiða fræðsluyfirvöld í Reykjavíkurborg því sveitarfélagi sem nemandinn stundar nám í, ákveðna upphæð sem ákvörðuð er á grunni reglna sem Samband íslenskra sveitarfélaga setur. Upphæðin er endurskoðuð árlega.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Þú getur sent inn fyrirspurn, ábendingu eða kvörtun til skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Sími: 4 11 11 11. Netfang: sfs@reykjavik.is.