Fyrir hverja er verkefnið Starfskraftur?

Verkefnið Starfskraftur er ætlað ungu fólki á aldrinum 16 - 18 ára sem hvorki stundar nám né vinnu.

Hvar er þjónustan sótt?

Fræðsla og ráðgjöf er veitt í húsnæði Námsflokkanna á Suðurlandsbraut 32 (2. hæð). Starfsþjálfun fer fram á vinnustöðum. Reynt verður eftir megni að finna vinnustaði sem þátttakendur kjósa.

Fyrirkomulag

Greitt verður fyrir störf þátttakenda þá 30 daga sem starfsþjálfunin fer fram. Að verkefninu loknu eiga þáttakendur að hafa fengið reynslu af vinnumarkaði sem gæti hjálpað þeim að útvega sér vinnu. Einnig munu þátttakendur hafa fengið góða námsráðgjöf og fræðslu.

Hvernig er fræðslan samsett?

Fræðslan verður samsett af list- og verkgreinum, sjálfseflingu, námstækni og starfsfræðslu. Fræðsluhlutinn er 335 kennslustundir og hugsanlegt er að fá það nám metið til eininga á framhaldsskólastigi í samræmi við reglur þess skóla sem nám er stundað við. Þeir áfangar sem til greina koma eru lífsleikni og hugsanlega valeiningar hverrar brautar.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Nánari upplýsingar veita Jódís Káradóttir gegnum netfangið  jodis.karadottir@rvkskolar.is og Iðunn Antonsdóttir gegnum netfangið idunn.antonsdottir@rvkskolar.is