Starfsleyfi

Allur starfsleyfisskyldur atvinnurekstur samkvæmt lögum og reglugerðum þar um varðandi hollustuhætti, mengunarvarnir og matvæli þarf að hafa gilt starfsleyfi. 

Heilbrigðiseftirlitið gefur út starfsleyfi fyrir eftirfarandi atvinnurekstur:  

Rekstaraðila ber að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur áður en starfsemi hefst.

Hvernig er sótt um starfsleyfi?

Umsókn er fyllt út á eyðublaði. Athugið að umsóknina þarf að prenta út og forsvarsmaður fyrirtækis að undirrita hana. Ekki er mögulegt að senda umsóknina beint af vefnum. Umsókn er skilað til þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14. Einnig má skanna undirritaðar umsóknir og senda með tölvupósti á netfangið  heilbrigdiseftirlit(hjá)reykjavik.is. Umsóknir eru teknar fyrir á afgreiðslufundi heilbrigðiseftirlitsins á þriðjudögum. 

Leiðbeiningar um útfyllingu starfsleyfisumsóknar 

Nafn rekstraraðila: Fyrirtæki (lögaðili) eða einstaklingur sem rekur starfsleyfisskylda starfsemi.

Nafn fyrirtækis: Heiti starfsleyfisskyldrar starfsemi t.d. nafn verslunar eða veitingastaðar.

Athugið að nafn rekstraraðila og nafn fyrirtækis getur verið hið sama. 

Tegund rekstrar og framleiðslu: Hér á að lýsa nákvæmlega þeirri starfsemi sem verið er að sækja um leyfi fyrir.  Dæmi: Ekki er nóg að skrifa verslun, heldur skal tilgreina um hvers konar verslun er að ræða t.d. matvöruverslun. 

Minnt er á að fylla einnig út baksíðu umsóknarinnar. Þar má lýsa mengunarvörnum, innra eftirliti, fitugildrum, meðferð úrgangs o.fl.

Afgreiðsla starfsleyfa

Umsókn móttekin. Þegar rekstraraðili hefur sent inn umsókn tekur heilbrigðisfulltrúi hana til meðferðar. Uppfylli rekstraraðili skilyrði er umsóknin tekin til afgreiðslu, að öðrum kosti er umsækjanda leiðbeint um það sem upp á vantar. Jákvæð umsögn frá byggingafulltrúa fyirr húsnæði og notkun þarf að liggja fyrir áður en heilbrigðiseftirlit getur afgreitt umsókn.  

Umsóknin afgreidd. Umsóknin er lögð fyrir afgreiðslufund heilbrigðiseftirlitsins til samþykktar. Afgreiðslufundir eru vikulega á þriðjudögum. 

Svar sent. Heilbrigðiseftirlitið sendir síðan tilkynningu um samþykkt leyfisins ásamt reikningi fyrir leyfið. Starfsleyfi tekur gildi þegar reikningur fyrir leyfið hefur verið greiddur og er þá leyfisbréfið sent til leyfishafa. Óheimilt er að hefja starfsleyfisskylda starfsemi fyrr en leyfi hefur tekið gildi. Gildistími starfsleyfa fyrir starfsemi sem er starfsleyfisskyld eingöngu samkvæmt matvælalöggjöfinni er ótímabundinn en önnur starfsleyfi eru gefin út til 12 ára.

Önnur leyfi

Heilbrigðiseftirlitið gefur einnig út tóbakssöluleyfi og sóttvarnavottorð. Sótt er um tóbakssöluleyfi inni á Mínar síður hjá Reykjavíkurborg.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Vinsamlega hafðu samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hafirðu ábendingu eða fyrirspurn til heilbrigðiseftirlitsins.