Stuðningsúrræði í barnavernd
Stuðningsúrræði geta verið margvísleg og er úrræði valið í samráði við foreldra eða forsjáraðila barns og gerð áætlun um meðferð máls. Staða barnsins/fjölskyldunnar er höfð að leiðarljósi við val á stuðningsúrræðum og lögð á það áhersla að stuðningur sé markviss og falli að þörfum hvers og eins.
Umsókn um tilsjón, stuðningsfjölskyldu, viðtöl eða annan þann stuðning sem þjónustumiðstöðvar veita.
„Stuðninginn heim“ en það er heiti á stuðningsúrræði þar sem starfsfólk kemur inn á heimili fjölskyldna og styrkir og leiðbeinir foreldrum við uppeldi og umönnun barnsins.
Fjölskyldumeðferð.
Rannsóknarvistun á vistheimili barna, vistun á einkaheimili, dvöl á fjölskylduheimili, unglingasmiðjum og svo framvegis.
Umsókn til Barnaverndarstofu um greiningu og meðferð fyrir unglinga á Stuðlum, vistun til skemmri og lengri tíma á meðferðarheimilum fyrir börn og unglinga, tímabundið eða varanlegt fóstur fyrir börn og unglinga og svo framvegis.
Umsókn fyrir barn eða ungling á barna- og unglingageðdeild Landspítalans til greiningar og meðferðar.
Fundir með starfsfólki leikskóla, skóla og heilsugæslu til að koma á bættu samstarfi við foreldra eða forsjáraðila hafi því verið ábótavant.
Sálfræðiaðstoð eða önnur sérfræðiaðstoð sem Barnavernd greiðir fyrir samkvæmt mati.
Greining og mat á þroskastöðu, námsstöðu, félagslegri stöðu barns/unglings og svo framvegis.
Þolendum kynferðisafbrota er vísað í Barnahús til greiningar og viðtala. Þegar við á er málum einnig vísað til lögreglu.
Ef ekki næst samstarf við foreldra eða forsjáraðila og ítrekaðar stuðningsaðgerðir hafa ekki orðið til þess að bæta hag viðkomandi barns/unglings þá getur niðurstaðan í vinnslu barnaverndarmáls verið sú að leggja málið fyrir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur.