Hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða starfar teymi, sem þjónustar umsækjendur um alþjóðlega vernd.  Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru þeir sem koma hingað á eigin vegum og sækjast eftir því að fá stöðu flóttamanns.

Hælismeðferð fer í gegnum Útlendingastofnun og getur umsókn tekið allt að eitt ár. Á meðan fólk bíður þess að fá svar við umsókn þarf það fæði og húsaskjól en líka ýmsa aðstoð við aðlögun í reykvísku samfélagi. 

Samningur Reykjavíkur við Útlendingastofnun er að borgin þjónusti yfir 200 einstaklinga sem sækja um vernd á Íslandi.  Reykjavík hefur um tólf stöðugildi sem koma að þjónustu við hópinn og í teyminu eru starfsmenn með margvíslega tungumálakunnáttu og geta talað 12 til 16 tungumál, þó enska sé mest notuð.

Hlutverk Teymis

Teymið aðstoðar umsækjendur að rata um samfélagið, þau fá strætókort, túlkaþjónustu, tungumálanámskeið og aðstoð með lýðheilsu og frístundir. Börn fá að sækja leik- og grunnskóla. Auk þessa hafa umsækjendur sótt fótboltaæfingar, fengið samfélagsfræðslu, farið í krikkett, danssmiðjur, myndlist og margt fleira. Með virkniverkefnum er hægt að styrkja fólk i aðlögun að samfélaginu.

Börn á grunnskólaaldri eru tengd við sinn hverfisskóla svo fljótt sem auðið er og sótt er um á leikskóla fyrir leikskólabörn í því hverfi sem þau búa.

Með virkni, ráðgjöf og stuðningi verða umsækjendur betur í stakk búin til að takast á við nýjar áskoranir hvort heldur er áfram á flótta eða sem nýir Íslendingar. 

Netfang teymis er ascylium@reykjavik.is         Facebook síða teymisins

In English

The Social Service is independent institution from Immigration Office. Its main responsibility is to provide asylum seekers with basic service and protect their welfare while their asylum case is being reviewed.

For further Information e-mail ascylium@reykjavik.is