Reykjavíkurborg hefur stuðlað að þéttingu byggðar með því að deiliskipuleggja eldri hverfi borgarinnar og greiða með því fyrir uppbyggingu vannýttra lóða. Í mörgum tilvikum er framkvæmdin á hendi einkaaðila.

Sem dæmi um þéttingu byggðar má nefna svokallaðan Ölgerðarreit við Njálsgötu, en þar var atvinnusvæði gert að íbúðabyggð þegar Ölgerð Egils Skallagrímssonar var flutt í nýtt húsnæði. Einnig hefur verið mikil endurnýjun byggðar beggja vegna við Borgartún. Auk þess er fyrirhuguð mikil endurnýjun byggðar norðan Laugavegar og við Mýrargötu.