Fyrir hverja eru þjónustuíbúðir?

Þeir sem eru 67 ára og eldri og hafa átt lögheimili í Reykjavík í að minnsta kosti 12 mánuði geta sótt um þjónustuíbúð á vegum borgarinnar.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Sækja þarf um þjónustuíbúð í þjónustumiðstöð í hverfi umsækjanda. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í bláa rammanum hér að ofan.

 

Lindargata 57 - 66

Seljahlíð

Dalbraut 21 - 27

Norðurbrún 1

Langahlíð 3

Furugerði 1

 

Sótt er um þjónustuna á útprentuðu umsóknareyðublaði. *

*Á umsóknareyðublaði er spurt hvort sótt er um þjónustuíbúð eða öryggisíbúð en munurinn á þessum íbúðum er að í öryggisíbúð er hjúkrunarfræðingur á vakt allan sólarhringinn.