Tónlistarnám í Reykjavík
Reykjavíkurborg er með þjónustusamninga við 17 einkarekna tónlistarskóla og njóta þeir styrkja frá borginni. Sótt er um nám í tónlistarskólum í gegnum Rafræna Reykjavík. Gjaldskrá tónlistarskólanna er frjáls. Eins starfa fjórar skólahljómsveitir í borginni: Vesturbæ - Miðbæ, Austurbæ, Árbæ - Breiðholti og Grafarvogi.
Tónlistarskólar
Tónlistarskólinn á Klébergi er eini tónlistarskólinn sem er alfarið rekinn af Reykjavíkurborg, en aðrir tónlistarskólar njóta styrkja frá borginni. Hver og einn hefur sína gjaldskrá.
Sótt er um tónlistarnám í gegnum Rafræna Reykjavík. Tónlistarskólinn veitir upplýsingar um námið og afgreiðslu umsókna.
Umsóknir vegna tónlistarnáms á efri stigum fara að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Skólahljómsveitir
Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir. Þær starfa í Vesturbæ - Miðbæ, Austurbæ, Árbæ - Breiðholti og Grafarvogi. Meginmarkmið sveitanna er að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms og stuðla að hæfni þeirra til að flytja og skapa tónlist, svo og að njóta hennar. Á fimmta hundrað nemenda stunda nám í skólahljómsveitunum og koma þeir á hverjum vetri fram við fjölmörg tækifæri sem tengjast skólastarfinu og viðburðum í þeirra hverfum.
Frístundakortið má nota til að greiða fyrir nám í skólahljómsveit.
Skólahljómsveit Vesturbæjar.
Skólahljómsveit Grafarvogs.
Skólahljómsveit Austurbæjar.
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts.