Úlfarsárdalur er íbúðasvæði í sólríkum suðurhlíðum Úlfarsfells. Meðal kosta við búsetu í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás er sterk tenging við náttúruna, en fellið, áin og dalurinn mynda einstakan ramma um svæðið.

23.6.17 -  Uppfært
Allar lóðir í Úlfarsárdal voru teknar úr sölu tímabundið vegna endurskoðunar deiliskipulags síðastliðið haust. Tillaga að breyttu deiliskipulagi, sem felst í uppbyggingu og stækkun Úlfarsárdalshverfis, hefur nú verið auglýst, sjá nánar hér. Gert er ráð fyrir að lóðir í Úlfarsárdal verði auglýstar til sölu í haust. Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlegast sendið þær á lodir@reykjavik.is

Sjá má lausar lóðir á mynd hér fyrir neðan. Smellið á hús til að fá nánari upplýsingar um óseldar lóðir.  (Rauðlitað er selt). 

Þegar smellt er á hús/lóð á myndinni birtast upplýsingar um húsgerð, lóðarstærð og fleira á stikunni fyrir neðan myndina. Til að skoða þá lóð nánar er smellt  ,,Skoða mynd“ hægra megin á stikunni. (Athugaðu að flash-spilara þarf til að skoða upplýsingar um lóðirnar).

Ef upplýsingar í lista stangast á við upplýsingar á mynd þá gilda upplýsingar í lista framar síðarnefndu.
 

Lóða- og framkvæmdaskilmálar

Nánari upplýsingar eru í lóða- og framkvæmdaskilmálum sem umsækjendur staðfesta með umsókn sinni að hafa kynnt sér.

  • Almennir lóða- og framkvæmdaskilmálar, júní 2013. Sjá undir tengd skjöl hægra megin á síðu. 
  • Almennar reglur um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhús í Reykjavík, maí 2014. Sjá undir tengd skjöl hægra megin á síðu.   
  • Úlfarsárdalur og Reynisvatnsás: Upplýsingar um skipulag og uppbyggingu, maí 2014. Sjá undir tengd skjöl hægra megin á síðu. 

Skipulag