Umhverfiseftirlitið

Leiðarljós Umhverfiseftirlits er að stuðla að heilnæmu, öruggu og ómenguðu umhverfi úti sem inni í Reykjavíkurborg. Umhverfiseftirlitið framfylgir lögum og reglum sem undir það heyra og stuðlar að framgangi umhverfisstefnu Reykjavíkurborgar.

Umhverfiseftirlit gefur út starfsleyfi og annast eftirlit með fyrirtækjum sem eru eftirlits- og starfsleyfisskyld samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Umhverfiseftirlitið hefur einnig eftirlit með hávaða, öryggi á leiksvæðum barna, tóbaksvörnum og íbúðarhúsnæði. Einnig sinnir eftirlitið kvörtunum, svo sem vegna hávaða, umgengni um lóðir og öryggismála.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Vinsamlega hafið samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hafirðu ábendingu eða fyrirspurn til Heilbrigðiseftirlitsins eða hringja í Þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Símatímar heilbrigðisfulltrúa eru alla virka daga kl. 8:30 - 9:00.