Þegar aðili hyggst fara í framkvæmdir er nauðsynlegur undirbúningur að athuga hvort framkvæmdin samræmist gildandi skipulagi. Yfirlit yfir samþykktar áætlanir má finna hér.  Viðskiptavinur sendir inn umsóknir og fyrirspurnir í gegnum Mínar síður á Rafrænni Reykjavík.  Allir einstaklingar sem skráðir eru í þjóðskrá Íslands sem og öll fyrirtæki/félagasamtök sem skráð eru í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra geta fengið aðgang að Mínar síður á Rafrænni Reykjavík.
 
Hverjir geta sent inn umsókn / fyrirspurn?
Allir sem áhuga hafa á skipulagi í Reykjavík geta sent inn fyrirspurnir til embættis skipulagsfulltrúa.
Húseigendur og lóðarhafar, eða ráðgjafi fyrir þeirra hönd geta sótt um , að gera breytingu á aðalskipulagi, leggja inn nýtt deiliskipulag og/eða gera breytingu á gildandi deiliskipulagi.  Ef ráðgjafi sækir um fyrir hönd húseiganda eða lóðarhafa þarf að tilgreina eiganda/lóðarhafa í umsókn og leggja fram skriflegt umboð þeirra með umsókninni.
 
Hægt er að senda  bundið í skipulagi borgarinnar og hvort viðkomandi framkvæmd samræmist gildandi skipulagi. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurn um hvort heimild fáist til að gera breytingu á skipulagi eða leggja fram nýtt skipulag.
Ef að verið að er sækja um breytingu sem samræmist ekki skipulagi þarf að meta hvort að ástæða sé til að breyta gildandi skipulagi en það veltur á því hvort sú breyting sem sótt er um samræmist stefnu borgarinnar í skipulagsmálum almennt. 
 
Dæmi um fyrirspurnir / umsóknir
 • Starfsemi/notkun: Fjallað er um landnotkun í aðalskipulagi, þ.e. hvort um sé að ræða íbúðarbyggð, opin svæði eða mismunandi atvinnusvæði. Misjafnt er hvort fjallað um starfsemi í deiliskipulagi en þá er oft nákvæmari lýsing á starfsemi í tilteknu húsnæði. 
 • Nýtt eða breyting á deiliskipulagi einstakra svæða/ hverfa/ borgarhluta. 
 • Breyting á aðalskipulagi
 • Aukið byggingarmagn, hækkun húsa, breyting á lóð. 
 • Breyting og staðsetning á einstaka starfsemi. 
 • Niðurrif bygginga og annarra mannvirkja. 
 • Breytingar á húsnæði t.d. hvað varðar svalir, kvisti, sólstofur o.s.frv.
 • Breyting á fjölda eða fyrirkomulagi bílastæða.
 
Hver er munurinn á umsókn og fyrirspurn?
Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa  getur m.a. verið eftirgrennslan um samræmi við gildandi skipulag og/eða afstöðu embættisins til breytingar á aðalskipulagi, deiliskipulagi og lóð eða skiptingu lóðar - án þess að lagðir séu fram fullnaðaruppdrættir með erindinu. Taki embættið jákvætt í fyrirspurnina getur fyrirspyrjandi fylgt málinu eftir með því að senda inn formlega umsókn sé farið fram á það. .  Jákvæð afgreiðsla á fyrirspurnar felur þó ekki í sér endanlega afgreiðslu máls þar sem málsmeðferð og kynningarferli umsóknar getur haft áhrif á endanlega afgreiðslu viðkomandi máls.  Fyrirspurnir til skipulagsfulltrúa eru sendar í gegnum  Mínar síður á Rafrænni Reykjavík.
 
Umsókn til skipulagsfulltrúa getur m.a. verið formlegt erindi um; breytingu á aðalskipulagi, gerð nýs deiliskipulags, breytingu á gildandi deiliskipulagi og/eða breytingu á lóð eða skiptingu lóðar o.s.frv.. Með umsókn þurfa að fylgja fullnaðargögn.   Umsóknir til skipulagsfulltrúa eru sendar í gegnum Mínar síður á Rafrænni Reykjavík.
Fyrirspurnir og umsóknir eru lagðar fyrir á vikulegum afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þegar afgreiðslugjald hefur verið greitt.  Krafa um afgreiðslugjald mun berast í heimabanka viðkomandi.  Greiðsla verður að hafa borist fyrir kl. 14.00 á þriðjudegi til að erindið verði tekið fyrir á næsta afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa, en þeir eru er að jafnaði haldnir á hverjum föstudegi.  Þegar fyrirspurn eða umsókn er send embættinu fær sendandi upplýsingar í sjálfvirku svari um innheimtu skv. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfa í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016 og að erindið fari ekki til afgreiðslu fyrr en greiðsla hafi borist.  Umsækjanda er jafnframt tilkynnt með tölvupósti eða bréfi um afgreiðslu máls og   um það gjald sem ber að greiða fyrir ef um áframhaldandi vinnu/ kynningarferli er að ræða.  Umsýslu- og auglýsingagjöld vegna breytinga á aðalskipulagi eða deiliskipulagi skal greiða áður en tillaga er auglýst í kjölfar samþykktar þess efnis. Gjald vegna framkvæmdaleyfis skal greiða fyrir samþykkt og útgáfu framkvæmdaleyfis.   Afgreiðslur skipulagsfulltrúa eru stjórnsýsluákvarðanir sem hægt er að kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 
 
Hvaða umsóknir þurfa formlega málsmeðferð? 
Breyting á aðalskipulagi: Sótt er um breytingu á aðalskipulagi til embættis skipulagsfulltrúa. Við mat á því hvort breyting á aðalskipulagi geti talist veruleg eða óveruleg er tekið mið af því hvort breytingin hafi veruleg áhrif á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Nýtt deiliskipulag: Ef umsókn felur í sér grundvallarbreytingu á deiliskipulagi svæðis t.d. varðandi landnotkun, byggðamynstur eða yfirbragð alls svæðisins, er rétt að gera nýtt deiliskipulag og fella það eldra úr gildi í þeim tilfellum þar sem deiliskipulag er þegar fyrir hendi. Ef deiliskipulag er ekki fyrir hendi þarf að vinna nýtt deiliskipulag frá grunni til samræmis við gildandi aðalskipulag.  Ef  nýtt deiliskipulag er samþykkt, þá fara upplýsingar þar að lútandi í formlegt auglýsingarferli skv. 41.gr. Skiplagslaga 123/2010.
Veruleg breyting á deiliskipulagi: Í hverju tilviki fyrir sig metur embætti skipulagsfulltrúa hvort breyting telst veruleg eða óveruleg. Við mat á því hvort breyting á deiliskipulagi teljist óveruleg skal taka mið af því að hve miklu leyti tillagan víkur frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Ef um er að ræða verulega breytingu á deiliskipulagi fer tillagan í formlegt auglýsingarferli  skv. 41.gr. Skiplagslaga 123/2010.
 
Óveruleg breyting á deiliskipulagi: Í þeim tilfellum þegar um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða er breytingin grenndarkynnt skv. 44.gr. Skiplagslaga 123/2010 fyrir nærliggjandi lóðarhöfum og leigjendum sem hún er talin hafa áhrif á. .
 
Byggingarleyfi: Þegar sótt er um byggingarleyfi til embættis byggingarfulltrúa í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir vísar embættið málinu til umsagnar hjá embætti skipulagsfulltrúa sem fjallar um málið og ákveður hvort grenndarkynna eigi umrædda byggingarleyfisumsókn það skv.. 41.gr. Skiplagslaga 123/2010.
Vakin er athygli á að greiða þarf umsýslu-, kynningar- og auglýsingarkostnað fyrir málsmeðferð ofangreindra mála skv. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfa í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014
 
Ferli umsókna og fyrirspurna
 • Umsókn eða fyrirspurn er send inn í gegnum  Mínar síður á Rafrænni Reykjavík. Einnig liggja umsóknareyðublöð frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 – 14, 105 Reykjavík. Umsækjandi verður að fylla út eyðublaðið og senda með öll fylgigögn s.s. teikningar, skýringarmyndir, greinargerð og annað sem hann telur styðja við viðkomandi fyrirspurn og/eða umsókn.
 • Þegar öll gögn liggja og fyrir liggur greiðsla á afgreiðslugjaldi, er umsóknin/fyrirspurn yfirfarin af embætti skipulagsfulltrúa og í kjölfarið tekin fyrir og afgreidd á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa eða henni vísað formlega til umhverfis- og skipulagsráðs til frekari afgreiðslu. Hægt er að kæra synjun umsóknar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.  
 • Embætti skipulagsfulltrúa sendir öllum umsækjendum/fyrirspyrjendum skriflegt svar með upplýsingum um afgreiðslu viðkomandi erindis. 
Afgreiðslutími
Vinnsla umsókna og fyrirspurna tekur mismunandi tíma eftir hver málsmeðferðin er . Til dæmis má ætla að afgreiðsla fyrirspurnar taki 4-6 vikur frá því að málið hefur verið tekið fyrir á fyrsta afgreiðslufundi, en slíkir fundir eru að öllu jöfnu á föstudögum.
Gera má ráð fyrir að málsmeðferð umsókna sem fela í sér grenndarkynningu til nágranna og annarra hagsmunaaðila, frá því að umsókn er sett á fund og þar til málið hefur hlotið lokaafgreiðslu hjá skipulagsfulltrúa / umhverfis- og skipulagsráðs, taki að lágmarki 8 vikur.
Nýtt deiliskipulag og/eða breyting á gildandi deiliskipulagi getur tekið allt að 6 mánuðum og jafnvel lengur sé verið að vinna með stór svæði.
Teikningar af húsum má fá á teikningavef og hjá þjónustuveri Reykjavíkur með því að senda tölvupóst á netfangið upplysingar@reykjavik.is Einnig er hægt að nálgast aðal- og deiliskipulag á skipulagssjá Reykjavíkurborgar.
 
Lög og reglugerðir