Vefþjónustur
Reykjavíkurborg heldur úti nokkrum vefsjám.
Þær eru:
Borgarvefsjá veitir á einfaldan hátt grunnupplýsingar úr gögnum LUKR og auk þess ýmsan fróðleik af margvíslegu tagi, sem fróðleiksfúsir notendur kunna að meta.
Framkvæmdasjá sem sýnir upplýsingar um nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni Reykjavíkurborgar.
Úttektarvefur LUKR gefur skráðum notendum kost á að sækja gögn á stafrænu formi.
Skipulagssjá birtir aðal- og deiliskipulag af Reykjavík.
Reykjavík í þrívídd. Fyrst um sinn verður lögð áhersla á að klára þrívíddarmódel af Kvosinni og er það langt komið.
Opin gögn veitir aðgengi og niðurhal á gjaldfrjálsum gögnum LUKR.
Eignarhald gatna sýnir götur í eigu Reykjavíkurborgar, Vegagerðar og Faxaflóahafna.
Bílastæðasjá sýnir bílastæði í Reykjavík, hægt að telja stæði eftir svæðum. Ekki má vísa í þessa vefsjá vengna ágreiningsatriða um bílastæði. Hafið samband við starfsmenn Reykjavíkurborgar fyrir nánari upplýsingar.
Hitamyndir sýnir hitamyndir sem teknar voru haustið 2016.
Uppbyggingarreitir í borginni sýnir hvar er verið að byggja og skipuleggja íbúðarhúsnæði.
Byggingarmagn á þróunarreitum núverandi og leyfilegt.
Veitingastaðir í Reykjavík sýnir staðsetningu og sætafjölda á veitingastöðum í vesturhluta borgarinnar.
Endurbætur á stéttum notað til að skrá inn hvaða stéttar og stígar eru endurlagðir.
Vefsjá Orkuveitu Reykjavíkur er einnig aðgengileg úr vefsjám Reykjavíkurborgar.
Einnig má víða finna vefþjónustur og kort af Reykjavík á vegum ýmissa aðila.
Sem dæmi má nefna:
OpenStreetMap - opinn hugbúnaður þar sem almenningur getur bætt við kortin.
Google Maps - kort og loftmyndir.
Google Earth - sérstakt forrit sem þarf að hala niður, hægt að skoða í þrívídd.
Bing - kort og loftmyndir.
Já.is - kort og loftmyndir.
Map.is - kort og loftmyndir sem sýna ýmis konar þjónustu.
Strætó.is - kort með rauntímastaðsetningum strætisvagna.
Orkustofnun - vefsjár með upplýsingum um landgrunn, jarðhita, raforku og fleira.
Slysakort Samgöngustofu - vefsjá sem sýnir umferðarslys frá 1. janúar 2007.
Torfbæir og býli - staðsetning bæja og bújarða um 1850.
Fyrir ferðamenn:
Reykjavik Center Map
Mapcarta
Mapquest
Landakort.is er svo með gott yfirlit yfir vefsjár og kort sem finna má af landinu öllu.