Hlutverk VoR

Tilgangur VoR-teymis er að aðstoða heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Það veitir fjölbreytta aðstoð, stuðning og ráðgjöf og miðlar upplýsingum um þjónustu sem er í boði. Teymið starfar m.a. með fólki í gistiskýli, Konukoti, smáhýsum og í íbúðum um hugmyndafræði Húsnæði fyrst.

 VoR-teymið er skipað þverfaglegum hópi sérfræðinga. Það vinnur að forvörnum og á samstarf við ráðgjafa á þjónustumiðstöðvum borgarinnar og bregst við aðstæðum þegar á þarf að halda. Teymið veitir einnig ákveðnum hópi fólks í sjálfstæðri búsetu stuðning og ráðgjöf í anda hugmyndafræðinnar um Húsnæði fyrst.
 

Hafðu samband

Vaktsími VoR-teymisins er 665 7600. Hann er fyrst og fremst ætlaður notendum til að óska eftir þjónustu. Vor-teymið gefur ekki upplýsingar um einstaka mál. 

Einnig má fá upplýsingar um þjónustu teymisins á þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða í síma 411 1600, netfang vmh@reykjavik.is eða vor.teymid@reykjavik.is.