Leyfisumsóknir

Þeir sem vilja nota landsvæði Reykjavíkurborgar fyrir uppákomur eða framkvæmdir verða að sækja um sérstakt leyfi til þess. Til borgarlandsins teljast allar götur, gangstéttir, stígar og opin svæði. Götu- og torgsala er leyfisskyld og eru leyfi gefin út til ákveðins tíma. Minniháttar góðgerðasölur, svo sem tombólur barna og ungmenna, eru ekki leyfisskyldar. Önnur sala, sem hvorki krefst yfirbyggingar né sérstakrar aðstöðu að neinu leyti, til dæmis dagblaðasala eru heldur ekki leyfisskyldar. Afgreiðsla umsókna getur tekið allt að þremur virkum dögum. Sótt er um hjá umhverfis- og skipulagssviði. 

Snjómokstur

Markmið Reykjavíkurborgar er að veita skilvirka og hagkvæma vetrarþjónustu sem stuðlar að öryggi vegfaranda og íbúa borgarinnar. Þegar snjór fellur í Reykjavík eða hálka myndast liggur fyrir viðbragðsáætlun og eru starfsmenn oft ræstir út klukkan fjögur um nótt. Snjóvakt er í Reykjavík frá 46. viku til og með 13. viku árið eftir.

Trjágróður

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Reykjavíkurborg hvetur garðeigendur til að klippa tré sín svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu. Sækja þarf um leyfi til að fella tré sem eru hærri en 8 metrar eða eldri en 60 ára.

Bekkir, ruslatunnur, ljósastaurar . . .

Fjöldamörg verkefni bíða okkar dag hvern. 

Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14,  í síma 4 11 11 11. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið. Opið kl. 8.20 - 16.15 alla virka daga. Netfang: upplysingar@reykjavik.is.