Almennt um Villa Bergshyddan

Bústaðurinn er þrjú herbergi og eldhús í endurbyggðu húsi frá 18. öld. Við dvölina gefst tækifæri til að kynnast Stokkhólmi og mynda tengsl með mögulega samvinnu í huga.

Hverjir geta sótt um?

Fólk sem starfar að listum og menningu og býr í einhverri höfuðborga Norðurlanda getur leigt bústaðinn í eina eða tvær vikur á ári hverju.

Hvað kostar að leigja Villa Bergshyddan?

Dvalargjald fyrir eina viku er 1600 sænskar krónur.

Hvernig er sótt um?

Opnað var fyrir umsóknir þann 12. desember 2016 og var umsóknarfrestur til 12. febrúar 2017 fyrir árið 2017.  Ekki verður hægt að leigja Villa Bergshyddan frá árinu 2018.
Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Stokkhólmsborgar. Í umsókn skal tilgreina tilgang dvalar og óskir um dvalartíma ásamt kynningu á umsækjanda.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Nánari upplýsingar veitir Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg, í síma 411 6020 og netfangið inga.maria.leifsdottir@reykjavik.is, og Anne-Marie Andersson hjá menningarmálasviði Stokkhólmsborgar í gegnum netfangið anne-marie.a.andersson@stockholm.se.