Þeir sem hafa rétt á visthæfum skífum eru eftirfarandi:

a) Bifreiðar sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, rafgeymabílar og skráða lengd minni en 5 m.
b) Bifreiðar sem ganga fyrir vetni og skráða lengd minni en 5 m.
 

Takmarkanir

Gjaldfrelsi gildir einungis fyrir bifreiðar með klukkuskífum útgefnum af Reykjavíkurborg og fellur niður ef bifreið er á nagladekkjum.

Tími

Tími gjaldfrelsis miðast við hverja ökuferð en endurnýjast ekki við tilflutning milli bílastæða.  

Heimildin fellur niður sé bifreiðin á negldum hjólbörðum.

Nýjar útgefnar heimildir samkvæmt ofanskráðum reglum skulu gilda til ársloka 2022. Þá verða allar heimildir innkallaðar og endurskoðaðar. Gildistími skal koma fram á klukkuskífum.

Endurnýja þarf skífur þegar gildistími rennur út, að því gefnu að ökutæki uppfylli þær reglur sem í gildi eru.

Samþykkt í borgarráði 6. desember 2021

Hvert er skífan sótt?

Klukkuskífur færðu hjá Þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Við sendum þér skífu í pósti. Veldu þá leið sem hentar þér best:

Skífur fást einnig afhentar í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14 og í bílaumboðum.