Hvar eru sýnatökustaðir staðsettir?

Á árinu 2009 voru eftirfarandi ár og vötn vöktuð með sýnatöku einu sinni í mánuði: Tjörnin, Elliðavatn, Hólmsá, Kiðafellsá, Leirvogsá, Úlfarsá og Elliðaár. Vöktun á Kiðafellsá, Leirvogsá og Úlfarsá var samvinnuverkefni milli umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og má nálgast skýrsluna til hægri á síðunni. Hér má sjá kort af sýnatökustöðunum.

Vöktunarþættir samkvæmt reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns og viðmið.

Hvaða þættir eru vaktaðir?

Neðangreindir þættir eru vaktaðir við hverja sýnatöku:

  • eðlisþættir svo sem leiðni, pH og hitastig,
  • saurkólí/enterókokkar,
  • heildarfosfór (t-P) og fosfat (PO4-P),
  • heildarköfnunarefni (t-N) og ammóníak (NH4-N),
  • heildar lífrænt kolefni (TOC),
  • kopar (Cu),zink (Zn), kadmíum (Cd), blý (Pb),króm (Cr), nikkel (Ni),arsenik (As).

Ástæða vöktunar

Ástæðan fyrir því að saurkólí og enterókokkar eru vaktaðir er sú að saurgerlar fjölga sér illa eða ekki í vatni og getur tilvist þeirra því verið vísbending um aðra mengun, meðal annars mengun af völdum annarra sjúkdómsvaldandi örvera. Enterókokkar eru harðgerari tegund en saurkólí og geta því bent til eldri saurmengunar á þeim stað sem verið er að mæla.

Hér er gerð grein fyrir umhverfismörkum samkvæmt reglugerð nr. 796/1999 fyrir örverumengun og telst ásættanlegt ef vötn falla í I-II flokk (sjá nánar um umhverfismörk fyrir mismunandi efni í fylgiskjali reglugerðar nr. 796/1999).

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Vinsamlega hafðu samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hafirðu ábendingu eða fyrirspurn til Heilbrigðiseftirlitsins eða hringja í Þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111.